Erlent

Eldurinn kviknaði við lendingu

Andri Eysteinsson skrifar
Eldurinn var mikill
Eldurinn var mikill Samsett/EPA/YouTube
21:50 Fréttin var uppfærð með nýjum tölum yfir fjölda látinna.



41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. AP greinir frá

Í yfirlýsingu frá flugvellinum segir að eldurinn hafi komið upp þegar flugvélin skall á flugbrautinni. 73 farþegar voru um borð auk fimm áhafnarmeðlima og var förinni heitið til borgarinnar Múrmansk á Kólaskaga. Meðal þeirra 41 sem fórust í eldinum voru að minnsta kosti tvö börn. Rússneska fréttaveitan TASS greinir frá.

TASS hefur eftir talsmanni rannsóknarnefndar að 37 hafi lifað eldsvoðan af, þar af fjórir áhafnarmeðlimir.

Í yfirlýsingunni segir að flugvélin hafi snúið við skömmu eftir flugtak vegna einhverskonar bilunar og hafi neyðst til að lenda harkalega og það hafi valdið eldsvoðanum. Af myndum og myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá að eldurinn var mikill en ekki gafst tími til að losa eldsneyti áður en að lenda þurfti.

Talið er að lendingarbúnaður vélarinnar hafi brotnað við lendinguna og stuttu seinna hafi eldurinn blossað upp.





Myndband hefur verið birt innan úr flugvélinni og þar sést umfang eldsins inni í vélinni stuttlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×