Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:15 Luis Suárez og Philippe Coutinho fagna saman marki hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll. Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins. Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.Anfield@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho. Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona. Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield. [INSIDE VIEW] The team's first hours in before tonight's big game! #LFCBarça — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll. Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins. Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.Anfield@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho. Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona. Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield. [INSIDE VIEW] The team's first hours in before tonight's big game! #LFCBarça — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira