Katrín á BBC: Gerðum málamiðlun um NATO Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2019 13:31 Katrín Jakobsdóttir í Hardtalk. BBC Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn. NATO Utanríkismál Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Úthluta þingsætum á morgun Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Erlent Fleiri fréttir Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn.
NATO Utanríkismál Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Úthluta þingsætum á morgun Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Erlent Fleiri fréttir Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Sjá meira