Fótbolti

Eriksen vonar að það verði reist stytta af Moura

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen og Moura hressir.
Eriksen og Moura hressir. vísir/getty
Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, var í skýjunum eðlilega eftir ótrúlegan sigur Tottenham á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta var ótrúlegur leikur. Við vorum langt niðri en við reyndum og vorum heppnir. Mér líður illa fyrir hönd Ajax. Þeir spiluðu vel en í dag sköpuðum við góð færi,“ sagði Eriksen við BT Sport í leikslok.

„Þetta er léttir. Við höfum verið að berjast fyrir þessu og þetta er draumur að vera í úrslitaleiknum. Við sögðum að við gætum ekki litið á okkur í spegli ef við myndum tapa þrjú eða fjögur núll.“

„Við þurftum að berjast og skoruðum snemma til þess að fá augnablikið með okkur og setja þá undir pressu. Við vorum heppnir einnig að boltinn féll fyrir okkur á réttum augnablikum.“

„Þetta snérist ekki um taktík heldur meira um baráttu og hjarta. Lucas Moura er ástæðan fyrir því að við unnum og hann á þetta skilið. Ég vona að hann fái styttu af sér reista á Englandi eftir þetta.“

„Ég á ekki til orð. Mér líður illa fyrir hönd Ajax en að endingu hugsa ég um okkur og við komum okkur þangað,“ sagði Daninn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×