Enski boltinn

Þrjú klikkuð knattspyrnukvöld í röð og hér eru þau samankomin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp fagnar með leikmönnum sínum.
Jürgen Klopp fagnar með leikmönnum sínum. Vísir/Getty
Knattspyrnuáhugafólk fékk mikið fyrir sinn snúð síðustu þrjú kvöld þegar dramatíkin var í hámarki hjá þremur enskum knattspyrnufélögum.

Þrjú kvöld í röð var boðið upp á mikla dramatík, stórglæsileg mörk eða óvæntar endurkomur.

Það er ekki á hverjum degi sem knattspyrnuáhugamenn fá slíka knattspyrnuveislu heim í stofu hvað þá þrjú kvöld í röð. Það sem meira er að þetta voru ekki aðeins flottir fótboltaleikir með mikið skemmtanagildi heldur var rosalega mikið undir í þeim öllum.

Í viðbót við fótboltann þá fengu áhorfendurþví  einnig sannkallaða tilfinningaflóð frá leikmönnum í leikslok ekki síst frá leikmönnum Liverpool og Tottenham sem gerðu nánast hið ómögulega á síðustu 45 mínútum leikja sinna.

Stuðningsmenn Manchester City, Liverpool og Tottenham sáu liðin sína landa sigri á lokamínútum leikjanna og stiga stórt skref í átt að titli.

Manchester City náði aftur toppsætinu af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Leicester City en bæði Liverpool og Tottenham unnu upp tap í fyrri leiknum með magnaðri frammistöðu í seinni leiknum.

Endurkomur Liverpool og Tottenham í seinni hálfleik voru af betri gerðinni þar sem liðin yfirspiluðu sterka andstæðinga sína. Bæði liðin unnu seinni hálfleiki sína 3-0 og ekkert minna hefði dugað þeim til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum þremur ótrúlegu leikjum sem sáu til þess að það verður örugglega fjallað mikið um 6. til 8. maí 2019 í næstu framtíð.Klippa: Mörkin í leik Ajax og Tottenham í undanúrslitum Meistaradeildarinnar
Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar
Klippa: FT Manchester City 1 - 0 LeicesterFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.