Á morgun dregur jafnframt úr frosti fyrir norðan en þar verður vindur mun hægari og helst lengst af þurrt.
Á miðvikudag og dagana á eftir er svo útlit fyrir að hallist í norðaustanátt á ný og frysti víðast hvar með éljum norðan- og austantil. Þá léttir til sunnan- og vestanlands.
„Þó gæti hitinn komist yfir frostmark yfir hádaginn um landið sunnanvert af og til ef sólar nýtur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:Gengur í austan 13-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Snjókoma, en slydda eða rigning við ströndina, einkum SA-lands. Þurrt N-til á landinu, en dálítil snjókoma og hvessir þar með kvöldinu. Frost 0 til 5 stig síðdegis, en 0 til 5 stiga hiti sunnan heiða.
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-18 m/s. Snjókoma og síðar él N- og A-lands, en þurrt á S- og V-landi eftir hádegi. Hiti 0 til 4 stig syðst, annars 0 til 5 stiga frost.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustanátt og él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 0 til 8 stig, en kaldara inn til landsins.
Á sunnudag:
Útlir fyrir hæga breytilega átt með fremur köldu veðri og stöku éljum við N- og A-ströndina.