Alfreð: Byrjar vel eftir þrítugt Anton Ingi Leifsson skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og framherji Augsburg, fagnaði þrítugsafmælinu á föstudagskvöldið og fagnaði stórafmælinu með þrennu daginn eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Augsburg á Mainz. Alfreð skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en þriðja markið kom í síðari hálfleik eftir laglegt samspil. Kappinn var í viðtali í morgunþættinum Brennslunni í morgun. „Ég er nokkur góður. Ég tek þrítugsafmælinu fagnandi og þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í samtali við Brennsluna í morgun. „Það var mjög gott liðsmark. Þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna í tíu leiki í röð og það var kaós í klúbbnum í vikunni. Tveimur leikmönnum var hent út og nýr aðstoðarþjálfari og margir að bíða eftir því hvernig leikurinn myndi koma út.“ „Við erum aðeins búnir að sökkva niður í fallslaginn og á alla vegu var þetta gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Alfreð var næst spurður að því hvernig honum væri tekið á knæpum bæjarins eftir að hafa skorað þrjú mörk um helgina en Alfreð segir að Þjóðverjinn sé líkur Íslendingnum. „Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, svolítið að halda aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja. Ég fann meira fyrir þessu á Spáni og í Grikklandi.“ „Þá komu bara allir að þér og sögðu hvað þeim fannst. Þar er opnara fólk en þú sérð að fólk horfir á þig og það er bara eitt fótboltalið hérna. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn sem eru í liðinu. Það er skemmtilegra að fólk horfi á þig eftir þrennu en að þú hafir klúðrað dauðafæri og liðið tapar tíu leikjum í röð.“Alfreð skorar úr öðru vítinu sínu.vísir/gettyKom til mín í hálfleik og sagði að ég þyrfti að hlaupa meira Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands og markvörður Arsenal, er kominn inn í þjálfarateymi Augsburg og Alfreð segir að hann sé strax byrjaður að láta til sín taka. „Hann er að koma sterkur inn. Strax á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja hvað honum finnst og maður fann að tempóið og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom.“ „Það var mjög skemmtilegt í hálfleik í gær. Það gekk vel í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og allir voru að klappa manni á bakið. Svo kemur að hann að mér með mjög einföld fyrirmæli." „Hann sagði að í seinni hálfleik yrði ég að hlaupa meira. Ég sagði bara: Ég skal gera það. Hann er greinilega að taka "bad-cop" á sig svo það er gott mix í þjálfarateyminu.“ Alfreð hefur verið sjóðandi heitur með Augsburg. Í síðustu 35 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 22 mörk. Hann er nokkuð sáttur með tölfræðina en er hógvær eins og alltaf. „Ég held að það sé bara sama og alltaf. Mér líður vel og ég passa vel inn í liðið. Ég fæ mikið sjálfstraust frá liðinu og ég held að það sé nokkurnveginn allstaðar sem ég hef verið að því mikilvægari sem ég er liðinu hefur mér gengið vel.“ Allt viðtalið við Alfreð má heyra í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Fótbolti Tengdar fréttir Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00 Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og framherji Augsburg, fagnaði þrítugsafmælinu á föstudagskvöldið og fagnaði stórafmælinu með þrennu daginn eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Augsburg á Mainz. Alfreð skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en þriðja markið kom í síðari hálfleik eftir laglegt samspil. Kappinn var í viðtali í morgunþættinum Brennslunni í morgun. „Ég er nokkur góður. Ég tek þrítugsafmælinu fagnandi og þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í samtali við Brennsluna í morgun. „Það var mjög gott liðsmark. Þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna í tíu leiki í röð og það var kaós í klúbbnum í vikunni. Tveimur leikmönnum var hent út og nýr aðstoðarþjálfari og margir að bíða eftir því hvernig leikurinn myndi koma út.“ „Við erum aðeins búnir að sökkva niður í fallslaginn og á alla vegu var þetta gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Alfreð var næst spurður að því hvernig honum væri tekið á knæpum bæjarins eftir að hafa skorað þrjú mörk um helgina en Alfreð segir að Þjóðverjinn sé líkur Íslendingnum. „Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, svolítið að halda aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja. Ég fann meira fyrir þessu á Spáni og í Grikklandi.“ „Þá komu bara allir að þér og sögðu hvað þeim fannst. Þar er opnara fólk en þú sérð að fólk horfir á þig og það er bara eitt fótboltalið hérna. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn sem eru í liðinu. Það er skemmtilegra að fólk horfi á þig eftir þrennu en að þú hafir klúðrað dauðafæri og liðið tapar tíu leikjum í röð.“Alfreð skorar úr öðru vítinu sínu.vísir/gettyKom til mín í hálfleik og sagði að ég þyrfti að hlaupa meira Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands og markvörður Arsenal, er kominn inn í þjálfarateymi Augsburg og Alfreð segir að hann sé strax byrjaður að láta til sín taka. „Hann er að koma sterkur inn. Strax á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja hvað honum finnst og maður fann að tempóið og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom.“ „Það var mjög skemmtilegt í hálfleik í gær. Það gekk vel í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og allir voru að klappa manni á bakið. Svo kemur að hann að mér með mjög einföld fyrirmæli." „Hann sagði að í seinni hálfleik yrði ég að hlaupa meira. Ég sagði bara: Ég skal gera það. Hann er greinilega að taka "bad-cop" á sig svo það er gott mix í þjálfarateyminu.“ Alfreð hefur verið sjóðandi heitur með Augsburg. Í síðustu 35 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 22 mörk. Hann er nokkuð sáttur með tölfræðina en er hógvær eins og alltaf. „Ég held að það sé bara sama og alltaf. Mér líður vel og ég passa vel inn í liðið. Ég fæ mikið sjálfstraust frá liðinu og ég held að það sé nokkurnveginn allstaðar sem ég hef verið að því mikilvægari sem ég er liðinu hefur mér gengið vel.“ Allt viðtalið við Alfreð má heyra í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Fótbolti Tengdar fréttir Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00 Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Sjá meira
Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00
Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn