Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Sighvatur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að innviðagjald í Reykjavík verði fellt niður. Gjaldið hefur meðal annars verið notað til fjármögnunar útilistaverks í Vogabyggð. Mynd/Reykjavíkurborg Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík Skipulag Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira