Háskólamenntuðum og stjórnendum fjölgaði mest í starfsendurhæfingu hjá Virk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2019 14:00 Aldrei hafa fleiri sótt starfsendurhæfingu hjá Virk og á síðasta ári. Mest fjölgaði í hópi þeirra sem hafa háskólamenntun eða eru stjórnendur segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk. Aldrei hafa fleiri verið í starfsendurhæfingu í Virk en á síðasta ári eða um tvöþúsund manns. Háskólamenntuðu fólki og stjórnendum fjölgaði mest að sögn framkvæmdastjóra starfsendurhæfingarsjóðsins. Algengast sé að fólk leiti til Virk vegna geðræns vanda og stoðkerfisvanda. Virk veitir þjónustu fyrir fólk sem glímir við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefnir á aukna þátttöku á vinnumarkaði. Til að eiga rétt á þjónustu þar þarf að vera með vottaðan heilsubrest frá lækni. Ársfundur starfsendurhæfingasjóðsins verður haldinn á Grand hótel í dag frá kl. 13:30 - 16:00 þar sem framkvæmdastjórinn Vigdís Jónsdóttir segir frá starfseminni. „Það komu 1965 nýir einstaklingar til Virk á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fjölgunin skýrist aðalega af því að mun fleiri háskólamenntaðrir einstaklingar og einstaklingar í stjórnunarstöðum komu til okkar,“ segir Vigdís. Hún segir að 568 háskólamenntaðir hafi komið sem séu um hundrað fleiri en árið á undan. Algengast sé að fólk komi vegna heilsufarsvanda. „Átta af hverjum tíu sem koma til okkar eru að glíma við geðrænana vanda og stoðkerfisvanda og oft er þetta samtengt,“ segir hún. Virk spurði fólk í fyrsta skipti á síðasta ári hvort að það finndi fyrir einkennum kulnunar og segir Vigdís að um þriðjungur hafi lýst þeim. Einkenni kulnunar séu oft sambærileg öðrum einkennum heilsufarsvandamála eins og kvíða, þunglyndi og vefjagigt. Vigdís segir að stærsti hluti þeirra sem fer í starfsendurhæfingu hjá stofnuninni nái starfsgetu aftur. „Um 74 prósent þeirra sem klára hjá okkur fara aftur í einhverja virkni, annað hvort í vinnu eða nám,“ segir Vigdís að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í starfsendurhæfingu í Virk en á síðasta ári eða um tvöþúsund manns. Háskólamenntuðu fólki og stjórnendum fjölgaði mest að sögn framkvæmdastjóra starfsendurhæfingarsjóðsins. Algengast sé að fólk leiti til Virk vegna geðræns vanda og stoðkerfisvanda. Virk veitir þjónustu fyrir fólk sem glímir við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefnir á aukna þátttöku á vinnumarkaði. Til að eiga rétt á þjónustu þar þarf að vera með vottaðan heilsubrest frá lækni. Ársfundur starfsendurhæfingasjóðsins verður haldinn á Grand hótel í dag frá kl. 13:30 - 16:00 þar sem framkvæmdastjórinn Vigdís Jónsdóttir segir frá starfseminni. „Það komu 1965 nýir einstaklingar til Virk á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fjölgunin skýrist aðalega af því að mun fleiri háskólamenntaðrir einstaklingar og einstaklingar í stjórnunarstöðum komu til okkar,“ segir Vigdís. Hún segir að 568 háskólamenntaðir hafi komið sem séu um hundrað fleiri en árið á undan. Algengast sé að fólk komi vegna heilsufarsvanda. „Átta af hverjum tíu sem koma til okkar eru að glíma við geðrænana vanda og stoðkerfisvanda og oft er þetta samtengt,“ segir hún. Virk spurði fólk í fyrsta skipti á síðasta ári hvort að það finndi fyrir einkennum kulnunar og segir Vigdís að um þriðjungur hafi lýst þeim. Einkenni kulnunar séu oft sambærileg öðrum einkennum heilsufarsvandamála eins og kvíða, þunglyndi og vefjagigt. Vigdís segir að stærsti hluti þeirra sem fer í starfsendurhæfingu hjá stofnuninni nái starfsgetu aftur. „Um 74 prósent þeirra sem klára hjá okkur fara aftur í einhverja virkni, annað hvort í vinnu eða nám,“ segir Vigdís að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira