Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2019 22:25 Nicolás Maduro og Vladimir Padrino. Vísir/Getty Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela. Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela.
Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent