Erlent

Sprenging í upplýsingaráðuneyti Afganistan

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Frá markaði í Afganistan.
Frá markaði í Afganistan. Vísir/AFP

Ráðist var á höfuðstöðvar upplýsingaráðuneytisins í Kabúl, Afganistan, kl 11:40 í morgun að staðartíma. Bæði varð sprenging talsmaður ráðuneytisins sagði að til skotátaka hafi komið milli árásarmannanna og öryggisvarða ráðuneytisins. BBC greindi frá málinu.

Enn hefur enginn tekið ábyrgð á árásinni.

Sprengingin gerðist á svæði þar sem mikill fólksfjöldi er og í nágrenni er eitt vinsælasta hótel borgarinnar, sem og forsetahöllin.

Aðeins einn dagur er liðinn síðan flosnaði upp úr viðræðum Talíbana og Afgönsku ríkisstjórnarinnar.
Staðfest hefur verið af stjórnvöldum í Kabúl að minnst 7 manns dóu í árásinni og 8 voru fluttir á sjúkráhús.

Yfirvöld hafa gefið út að árásarmennirnir voru fjórir en þeir voru allir skotnir til bana af lögreglu. Um 2.000 manns sátu föst inni í byggingunni í einhverja klukkutíma en hefur nú verið komið út.

Talsmaður Talíbana, Zabiullah Mujahid, sagði samtökin ekki standa bak við árásina, en árásir frá afgönsku grein Íslamska ríkisins hafa færst í aukana á síðustu vikum, sem margar hverjar hafa verið banvænar.
Fréttin hefur verið uppfærð með tölu um hina látnu.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.