Erlent

Mótmælendur hýddir með rafkylfum í Súdan

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Mótmælendur á götum Khartoum.
Mótmælendur á götum Khartoum. Getty/Mahmoud Hjaj

Abdallah Abd al-Rahman, stúdent í Súdan, lýsti því í viðtali við BBC hvernig hann var hýddur, bæði með svipum og rafkylfum á meðan honum var haldið af lögreglu eftir að hafa verið handtekinn á fyrstu vikum mótmæla í Súdan. Mótmælt var vegna stjórnar þáverandi forseta landsins, Omars al-Basha.

Þann 11. apríl vék Basha úr embætti en við tók herforingjastjórn, en mótmælin hafa haldið áfram þar sem almenningur krefst þess að núverandi stjórn setji í gildi kröfur Súdönsku þjóðarinnar.

Marwa al-Faki sagði í samtali við BBC að aðgerðarsinnar vildu að fyrrum stjórnvöld yrðu gerð ábyrg og skiluðu fjármunum aftur til súdönsku þjóðarinnar og að allir þeir sem handteknir hafi verið í mótmælum yrðu leystir úr haldi.

Mótmælendur hafa á síðustu dögum safnast saman fyrir framan höfuðstöðvar hersins í Khartoum til að krefja herforingjastjórnina um að mæta kröfum mótmælenda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.