Fótbolti

Rekinn eftir tap fyrir liðsfélögum Alfreðs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Markus Weinzierl þarf nú að fara í atvinnuleit
Markus Weinzierl þarf nú að fara í atvinnuleit vísir/getty

Félagar Alfreðs Finnbogasonar í Augsburg sáu til þess að Markus Weinzierl var látinn taka pokann sinn hjá Stuttgart.

Augsburg vann 6-0 stórsigur á Stuttgart í þýsku Bundesligunni í dag, sem er stærsti sigur Augsburg í efstu deild.

Tapið var Stuttgart dýrt, en bæði lið eru í fallbaráttu í deildinni. Það var einnig dropinn sem fyllti mælirinn hjá stjórnarmönnum Stuttgart og þjálfarinn Markus Weinzierl var rekinn frá félaginu í kjölfarið.

Weinzierl tók við Stuttgart í október og tapaði 15 af 23 leikjum. Stuttgart hefur ekki unnið leik í Bundesligunni síðan í mars og er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun en árangur félagsins hefur forgang á allt annað,“ sagði í tilkynningu frá Stuttgart.

Unglingaliðsþjálfari Stuttgart, Nico Willig, mun stýra liðinu út leiktíðina til bráðabirgða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.