Erlent

Barnið sem kastað var niður hæðir í Mall of America er á batavegi

Andri Eysteinsson skrifar
Frá verslunarmiðstöðinni, sem er sú stærsta í Bandaríkjunum. Barnið féll frá annari hæð.
Frá verslunarmiðstöðinni, sem er sú stærsta í Bandaríkjunum. Barnið féll frá annari hæð. Getty/Raymond Boyd
Fimm ára gamall drengur, sem var kastað niður tvær hæðir, í Mall of America verslunarmiðstöðinni í Bloomington í Minnesota í Bandaríkjunum í mánuðinum, er á batavegi.

Lögfræðingur fjölskyldunnar greindi fréttastofu CBS í Minnesota frá því í gær. Lögmaðurinn sagði þó að þrátt fyrir bætingar á heilsu drengsins væri enn langur vegur fram undan.

Lögreglan segir að við yfirheyrslur hafi maðurinn sem kastaði barninu, Emmanuel Aranda, viðurkennt að hafa farið í verslunarmiðstöðina með það að markmiði að fremja þar morð og valdi fimm ára drenginn af handahófi.

Á öryggismyndavélum sést maðurinn horfa yfir handrið í nokkur skipti áður en að hann gekk upp að fórnarlambi sínu og móður hans. Móðir drengsins segir að Aranda hafi gengið upp að þeim og hiklaust gripið son hennar og kastað honum yfir handriðið.

Drengurinn féll rúma 12 metra, niður tvær hæðir, og hlaut alvarlega höfuðáverka auk þess sem að í honum brotnuðu bein. Bæði brotnuðu báðir fætur hans og báðir handleggir.

Samkvæmt skýrslu sem tekin var af Aranda við handtökuna sagðist hann hafa orðið reiður eftir að konur, sem hann hafði reynt að tala við hefðu hafnað honum, höfnunin hafi orðið til þess að hann reiddist.

Aranda brást því við höfnun með því að gera tilraun til þess að myrða saklausan fimm ára gamlan dreng.


Tengdar fréttir

Barni kastað niður tvær hæðir í Mall of America

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðtilraun gegn fimm ára gömlu barni en hann kastaði, eða ýtti því niður tvær hæðir í Mall of America á föstudaginn. Barnið er alvarlega slasað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×