Erlent

Árás í lögreglustöð í Sádi-Arabíu

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Frá sprengjuárás sem gerð var í Mekku í júní í fyrra.
Frá sprengjuárás sem gerð var í Mekku í júní í fyrra. Getty/Handout

Fjórir eru látnir eftir árás á lögreglustöð í Riyadh héraði í Sádi-Arabíu. Þetta kom fram á ríkissjónvarpsstöð Sádi-Arabíu, Al Arabiya. Reuters greinir frá.

Þeir fjórir sem létust höfðu hjálpað til við að framkvæma árásina, sem var á lögreglustöð í Zulfi sem er lítil borg norðvestur af Riyjadh, höfuðborg Sádi-Arabíu.

Á myndskeiði sem hefur verið birt á netinu, sem Reuters gat þó ekki staðfest, sýndu bíl með opnar hurðir og tvö blóðug lík á jörðinni fyrir utan. Hægt var að heyra byssuskot.

Arabiya sagði árásarmennina hafa haft á sér vélbyssur, sprengjur og Molotov kokteila.

Eftir að Sádi-Arabía upprætti al Qaeda fyrir meira en áratug síðan hafa herskáir hópar gert atlögur að lögreglustöðvum og á síðasta ári voru meðlimur varnarsveita landsins og bengalskur ríkisborgari myrtir í árás á öryggisstöð í Buraidah, auk þess sem lögreglumaður var myrtur í annarri árás í Taif. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.