Ílengist í dómsmálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur hér við lyklunum hjá Sigríði þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent