Erlent

Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee.
Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. Getty/PSNI

Kona á sextugsaldri var í morgun handtekin í tengslum við rannsóknina á drápinu á hinni norðurírsku blaðakonu Lyru McKee.

Lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi greindu frá nýjustu vendingum í málinu í morgun en konan, sem er í haldi lögreglu, var handtekin á grundvelli breskra hryðjuverkalaga. Konan verður yfirheyrð í dag.

Lyra McKee var skotin til bana í Cregg-hverfinu í Londonderry á fimmtudag þegar hún fylgdist með óeirðum sem geisuðu þar vegna lögregluaðgerða. Hún var skotin í höfuðið.

Áður höfðu tveir karlmenn verði handteknir í tengslum við morðið en þeim var síðar sleppt úr haldi.

Nýi írski lýðveldisherinn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að hann axli ábyrgð á drápinu á blaðakonunni. Aðstandendur McKee eru beðnir innilegrar afsökunar á því að hún hafi verið skotin. Um slysaskot hafi verið að ræða.

Fram kemur að byssumaðurinn hefði ætlað sér að skjóta að lögreglumönnum sem tókust á við mótmælendur í óeirðunum.

Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 og samanstendur af meðlimum írska lýðveldishersins sem voru ekki sáttir við friðarsamkomulag sem var gert við Norður-Írland.


Tengdar fréttir

Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry

Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×