Erlent

Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee.
Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. Getty/PSNI

Kona á sextugsaldri var í morgun handtekin í tengslum við rannsóknina á drápinu á hinni norðurírsku blaðakonu Lyru McKee.

Lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi greindu frá nýjustu vendingum í málinu í morgun en konan, sem er í haldi lögreglu, var handtekin á grundvelli breskra hryðjuverkalaga. Konan verður yfirheyrð í dag.

Lyra McKee var skotin til bana í Cregg-hverfinu í Londonderry á fimmtudag þegar hún fylgdist með óeirðum sem geisuðu þar vegna lögregluaðgerða. Hún var skotin í höfuðið.

Áður höfðu tveir karlmenn verði handteknir í tengslum við morðið en þeim var síðar sleppt úr haldi.

Nýi írski lýðveldisherinn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að hann axli ábyrgð á drápinu á blaðakonunni. Aðstandendur McKee eru beðnir innilegrar afsökunar á því að hún hafi verið skotin. Um slysaskot hafi verið að ræða.

Fram kemur að byssumaðurinn hefði ætlað sér að skjóta að lögreglumönnum sem tókust á við mótmælendur í óeirðunum.

Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 og samanstendur af meðlimum írska lýðveldishersins sem voru ekki sáttir við friðarsamkomulag sem var gert við Norður-Írland.


Tengdar fréttir

Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry

Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.