Erlent

Fundu flak ástralsks skips sem var grandað í seinna stríði

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið fannst á um 700 metra dýpi.
Skipið fannst á um 700 metra dýpi. epa

Neðansjávarfornleifafræðingar hafa fundið flak ástralsks vöruflutningaskips á hafsbotni undan suðausturströnd Ástralíu. Skipinu var grandað af japönskum kafbáti í seinna stríði.

Skipinu SS Iron Crown var sökkt eftir að tundurskeyti var skotið á það þann 4. júní 1942 fyrir utan strönd Viktoríu-ríkis. Skipið, sem var að flytja málm, sökk á innan við mínútu og fórust samtals 38 af þeim 43 sem voru um borð.

Ástralskir fjölmiðlar segja skipið vara nokkuð heilt en það fannst á um 700 metra dýpi, um hundrað kílómetrum frá landi.

Á árunum 1942 og 1943 sendu Japanir þrettán kafbáta að austurströnd Ástralíu og grönduðu þeir samtals 22 skipum. Alls fórust 194 manns í árásunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.