Fótbolti

Funheitur Albert tryggði Alkmaar þrjú stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Albert fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar er liðið vann 2-1 sigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

AZ komst yfir strax á áttundu mínútu en þá skoraði Calvin Stengs. Gestirnir frá Heracles jöfnuðu fjórum mínútum fyrir hlé og staðan 1-1 í hálfleik.

Sigurmarkið kom svo á 66. mínútu en það skoraði Albert. Hann fékk svo að líta gula spjaldið tíu mínútum síðar en lokatölur 2-1 sigur Alkmaar.







Albert hefur verið funheitur að undanförnu en hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum liðsins eftir að hafa verið í kuldanum þar á undan. KR-ingurinn lék allan tímann í kvöld.

AZ er nú í fjórða sæti deildarinnar með 55 stig og er fjórum stigum á eftir Feyenoord sem er í þriðja sætinu með 59 stig. Heracles er í fimmta sætinu með 48 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×