Fótbolti

Funheitur Albert tryggði Alkmaar þrjú stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Albert fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar er liðið vann 2-1 sigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

AZ komst yfir strax á áttundu mínútu en þá skoraði Calvin Stengs. Gestirnir frá Heracles jöfnuðu fjórum mínútum fyrir hlé og staðan 1-1 í hálfleik.

Sigurmarkið kom svo á 66. mínútu en það skoraði Albert. Hann fékk svo að líta gula spjaldið tíu mínútum síðar en lokatölur 2-1 sigur Alkmaar.

Albert hefur verið funheitur að undanförnu en hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum liðsins eftir að hafa verið í kuldanum þar á undan. KR-ingurinn lék allan tímann í kvöld.

AZ er nú í fjórða sæti deildarinnar með 55 stig og er fjórum stigum á eftir Feyenoord sem er í þriðja sætinu með 59 stig. Heracles er í fimmta sætinu með 48 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.