Innlent

Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent.
Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent.
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði liggja nú fyrir. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent.

80,06% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, 17,33% sögðu nei og þá tók 2,61% ekki afstöðu.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu voru niðurstöðurnar afgerandi í öllum félögum nema einu.

Í 17 aðildarfélögum SGS af 19 var nýr kjarasamningur samþykktur með yfir 70% atkvæða.

Kjarasamningur sem var undirritaðir 3. apríl síðastliðinn er þannig samþykktur hjá eftirfarandi aðildarfélögum SGS:

AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Eflingu stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.


Tengdar fréttir

Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga

ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×