Innlent

Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm
Félagsmenn VR samþykktu nýgerða kjarasamninga með 88,35% atkvæða. Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent.

Á kjörskrá um samning VR og Samtaka atvinnulífsins voru 34.070 félagsmenn og greiddu 7.104 atkvæði. Kjörsókn var því 20,85%.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef VR.

Þar kemur jafnframt fram að kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var samþykktur með 88,47% atkvæða. Já sögðu 399 félagsmenn og nei 47, eða 10,42%. Auð atkvæði voru fimm eða 1,1%.

Á kjörskrá um samning VR og FA voru 1699 félagsmenn og greiddu 451 atkvæði. Kjörsókn var því 26,55%.

Fyrr í dag var greint frá því að öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hefðu einnig samþykkt kjarasamninga sína við SA. Í herbúðum SGS var kjörsókn heldur dræmari en hjá VR eða aðeins 12,78%.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×