Innlent

Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm

Félagsmenn VR samþykktu nýgerða kjarasamninga með 88,35% atkvæða. Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent.

Á kjörskrá um samning VR og Samtaka atvinnulífsins voru 34.070 félagsmenn og greiddu 7.104 atkvæði. Kjörsókn var því 20,85%.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef VR.

Þar kemur jafnframt fram að kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var samþykktur með 88,47% atkvæða. Já sögðu 399 félagsmenn og nei 47, eða 10,42%. Auð atkvæði voru fimm eða 1,1%.

Á kjörskrá um samning VR og FA voru 1699 félagsmenn og greiddu 451 atkvæði. Kjörsókn var því 26,55%.

Fyrr í dag var greint frá því að öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hefðu einnig samþykkt kjarasamninga sína við SA. Í herbúðum SGS var kjörsókn heldur dræmari en hjá VR eða aðeins 12,78%.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.