Fótbolti

Arnór skoraði í sigri Íslendinganna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór skoraði í mikilvægum sigri.
Arnór skoraði í mikilvægum sigri. vísir/getty

Arnór Sigurðsson skoraði annað mark CSKA Moskvu er liðið vann 2-0 sigur á Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

CSKA komst yfir með marki Jaka Bijol á þrettándu mínútu og Arnór tvöfaldaði forystuna á 55. mínútu. Fjórða mark hans í deildinni og lokatölur 2-0 sigur CSKA.

Arnór spilaði fyrstu 69 mínútur leiksins en Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn liðsins sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar gerði 1-1 jafntefli við Republican FC Akhmat Grozny á útivelli. Krasnodar er í fjórða sætinu, stigi á eftir CSKA.

Rostov tapaði 2-1 gegn Lokomotiv Moskvu. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í vörninni en Björn Bergmann Sigurðarson spilaði síðustu átta mínúturnar. Rostov er í sjöunda sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.