Fótbolti

Mark og stoðsending frá Arnóri í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í leik með Malmö.
Arnór í leik með Malmö. vísir/getty

Arnór Ingvi Trautason var á skotskónum er Malmö vann 4-1 sigur á Hammarby í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það voru gestirnir frá Hammarby sem komust yfir á tólftu mínútu með marki frá Muamer Tankovic og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Arnór Ingvi jafnaði metin á sjöndu mínútu síðari hálfleiks og Jeppe Andersen skoraði sjálfsmark sem kom Malmö í 2-1 forystu eftir klukkutíma leik.

Arnór lagði svo upp mark fyrir Soren Rieks á 70. mínútu áður en markavélin Markus Rosenborg skoraði fjórða og síðasta markið átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.

Malmö er í öðru sætinu en Arnór var takin af velli er stundarfjórðungur var eftir. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn fyrir Hammarby sem er í tólfta sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.