Fótbolti

Mark og stoðsending frá Arnóri í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í leik með Malmö.
Arnór í leik með Malmö. vísir/getty
Arnór Ingvi Trautason var á skotskónum er Malmö vann 4-1 sigur á Hammarby í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það voru gestirnir frá Hammarby sem komust yfir á tólftu mínútu með marki frá Muamer Tankovic og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Arnór Ingvi jafnaði metin á sjöndu mínútu síðari hálfleiks og Jeppe Andersen skoraði sjálfsmark sem kom Malmö í 2-1 forystu eftir klukkutíma leik.

Arnór lagði svo upp mark fyrir Soren Rieks á 70. mínútu áður en markavélin Markus Rosenborg skoraði fjórða og síðasta markið átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.

Malmö er í öðru sætinu en Arnór var takin af velli er stundarfjórðungur var eftir. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn fyrir Hammarby sem er í tólfta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×