Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 19:00 Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira