Íslenski boltinn

Bein út­sending: Upp­hitunar­þáttur Pepsi Max-markanna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Reynir og Þorvaldur verða áfram í hlutverki sérfræðinga Pepsi Max-markanna.
Reynir og Þorvaldur verða áfram í hlutverki sérfræðinga Pepsi Max-markanna. mynd/stöð 2 sport

Árlegur upphitunarþáttur Pepsi Max-markanna hefst klukkan 21:15 í kvöld. Þátturinn verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.

Hörður Magnússon mun eins og fyrri ár fara með stjórn þáttanna og nýtur hann liðsinnis góðra sérfræðinga. Í sumar verða Þorkell Máni Pétursson, Hallbera Gísladóttir, Logi Ólafsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson í hlutverkum sérfræðinga Pepsi Max-markanna.

Pepsi Max-boltinn byrjar svo að rúlla annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Víkingi Reykjavík. Fimm leikir eru á dagskrá á laugardaginn. Leikur ÍA og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:00 og klukkan 20:00 verður leikur Stjörnunnar og KR sýndur á Stöð 2 Sport.

Fyrsta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá upphitunarþáttinn sem eins og áður segir hefst klukkan 21:15.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.