Fótbolti

Suarez um Liverpool: Inn á vellinum er engin vinátta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Suarez í leik með Barcelona.
Suarez í leik með Barcelona. vísir/getty
Úrugvæski markahrókurinn Luis Suarez verður í sviðsljósinu á miðvikudag þegar Barcelona fær Liverpool í heimsókn í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Suarez sló í gegn hjá enska liðinu áður og var í kjölfarið keyptur til Barcelona þar sem hann hefur haldið áfram að raða inn mörkum.

„Ég stend í mikilli þakkarskuld við Liverpool og tími minn þar gaf mér mikið en á vellinum á maður enga vini. Það getur verið gaman að tala um þetta en ég verð ekki að hugsa um þetta þegar ég stíg inn á völlinn,“ segir Suarez.

Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn um helgina en eru langt frá því að vera orðnir saddir.

„Við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur því við vitum að við þurfum að eiga bestu frammistöðu tímabilsins á móti Liverpool,“ segir Suarez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×