Dramatík í MLS: Tók afsökunarbeiðni Zlatans ekki gilda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2019 17:45 Zlatan gargar á Onuoha. vísir/getty Nedum Onuoha, leikmaður Real Salt Lake, tók afsökunarbeiðni Zlatans Ibrahimovic, leikmanns Los Angeles Galaxy, ekki gilda eftir leik liðanna í MLS-deildinni í nótt. LA Galaxy vann leikinn, 2-1. Zlatan skoraði sigurmark LA Galaxy þegar 14 mínútur voru til leiksloka. Eftir að hafa skorað hellti Svíinn sér yfir Onouha en hann eyddi drjúgum tíma í að brjóta á honum og ögra á meðan leiknum stóð.You don't want to upset the Lion. Zlatan makes it 2-1! #LAvRSLhttps://t.co/lLl7fh68Fk — Major League Soccer (@MLS) April 29, 2019 Eftir leikinn fór Zlatan inn í klefa Real Salt Lake til að biðja Onuoha afsökunar. Englendingurinn vildi þó ekkert með afsökunarbeiðni Svíans hafa og eftir leikinn tjáði hann sig um framkomu hans við fjölmiðla. „Hann kom til að biðjast afsökunar. Frá 60. mínútu talaði hann um að hann ætlaði að rústa mér og meiða mig í leiknum,“ sagði Onuoha. „Þetta er andlit MLS-deildarinnar eins og hann segir sjálfur. En svona spilar hann. Þú segir þetta ekki á vellinum. Ég samþykki ekki afsökunarbeiðni hans. Þetta er óásættanlegt“ bætti Englendingurinn við.Nedum Onuoha explains to @syarock what happened when Zlatan came into the @realsaltlake locker room and why he didn't accept Zlatan's apology. #RSL#mls#rsltidpic.twitter.com/RNH36Olpv7 — Jeremiah Jensen (@JJSportsBeat) April 29, 2019 Onuoha er uppalinn hjá Manchester City og lék 116 leiki með félaginu á sínum tíma. Hann var svo sjö tímabil í herbúðum QPR áður en hann gekk í raðir Real Salt Lake í september á síðasta ári. Zlatan og félagar í LA Galaxy eru í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir grönnunum í Los Angeles FC. Zlatan er næstmarkahæstur í deildinni með átta mörk. Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Nedum Onuoha, leikmaður Real Salt Lake, tók afsökunarbeiðni Zlatans Ibrahimovic, leikmanns Los Angeles Galaxy, ekki gilda eftir leik liðanna í MLS-deildinni í nótt. LA Galaxy vann leikinn, 2-1. Zlatan skoraði sigurmark LA Galaxy þegar 14 mínútur voru til leiksloka. Eftir að hafa skorað hellti Svíinn sér yfir Onouha en hann eyddi drjúgum tíma í að brjóta á honum og ögra á meðan leiknum stóð.You don't want to upset the Lion. Zlatan makes it 2-1! #LAvRSLhttps://t.co/lLl7fh68Fk — Major League Soccer (@MLS) April 29, 2019 Eftir leikinn fór Zlatan inn í klefa Real Salt Lake til að biðja Onuoha afsökunar. Englendingurinn vildi þó ekkert með afsökunarbeiðni Svíans hafa og eftir leikinn tjáði hann sig um framkomu hans við fjölmiðla. „Hann kom til að biðjast afsökunar. Frá 60. mínútu talaði hann um að hann ætlaði að rústa mér og meiða mig í leiknum,“ sagði Onuoha. „Þetta er andlit MLS-deildarinnar eins og hann segir sjálfur. En svona spilar hann. Þú segir þetta ekki á vellinum. Ég samþykki ekki afsökunarbeiðni hans. Þetta er óásættanlegt“ bætti Englendingurinn við.Nedum Onuoha explains to @syarock what happened when Zlatan came into the @realsaltlake locker room and why he didn't accept Zlatan's apology. #RSL#mls#rsltidpic.twitter.com/RNH36Olpv7 — Jeremiah Jensen (@JJSportsBeat) April 29, 2019 Onuoha er uppalinn hjá Manchester City og lék 116 leiki með félaginu á sínum tíma. Hann var svo sjö tímabil í herbúðum QPR áður en hann gekk í raðir Real Salt Lake í september á síðasta ári. Zlatan og félagar í LA Galaxy eru í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir grönnunum í Los Angeles FC. Zlatan er næstmarkahæstur í deildinni með átta mörk.
Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira