Koma á laggirnar sorgarmiðstöð fyrir börn sem misst hafa foreldri sitt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:00 Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira