Enski boltinn

Solskjær: Á tímapunkti leit þetta út eins og alvöru Manchester United lið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær klár á hiðarlínunni í kvöld.
Solskjær klár á hiðarlínunni í kvöld. vísir/getty
„Það voru plúsar og mínúsar. Við byrjuðum illa og vorum stressaðir. Eftir markið náðum við tökum og spiluðum vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, eftir 1-0 tap gegn Barcelona á heimavelli í kvöld.

Leikurinn var liður í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta var fyrri leikur liðanna.  Markið skoraði Luke Shaw í eigið mark í fyrri hálfleik.

„Það voru góðar einstaklingsframmistöður inn á miðsvæðinu. Á tímapunkti leit þetta út eins og alvöru Manchester United lið. Stuðningsmennirnir voru á bakvið okkur.“

„Scott McTominay var stórkostlegur. Í hvert einasta skipti sem hann spilar fyrir okkur bætir hann sig. Hann er frábær íþróttamaður, vinnur baráttuna og er fljótur á löppunum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali við BT Sport í leikslok.







Sigurinn gerir það að verkum að United verður að fara til Spánar í næstu viku og skora því ef þeir gera það ekki eru þeir úr leik. Solskjær hefur trú á sínum mönnum.

„Við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Við vitum að þú þarft að verjast mikið án boltans og þú getur verið þreyttur þegar þú færð boltann sjálfur. Við förum þagað með eitt markmið og það er að skora.“

„Við gerðum vel gegn Messi og héldum okkar skipulagi. Þetta hefði getað farið í báðar áttir. Ég held að við höfum ekki hitt markið og það eru vonbrigði. Við förum þangað með verk að vinna.“

„Við erum að spila gegn frábæru liði. Þetta verður erfitt en við vitum að við getum skorað þarna,“ sagði Norðmaðurinn kokhraustur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×