Betur gekk að koma fólki frá borði Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 09:43 Betur gekk að koma fólki frá borði en á föstudagskvöld. Icelandair hefur bætt við aukaflugi til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira