Innlent

Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst

Andri Eysteinsson skrifar
Air Iceland Connect hefur neyðst til að aflýsa flugi vegna veðurskilyrða.
Air Iceland Connect hefur neyðst til að aflýsa flugi vegna veðurskilyrða. Vísir/Vilhelm
Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs.

Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. Frestanir Air Iceland Connect koma fram á vef flugfélagsins en RÚV greindi frá.

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect staðfestir, í samtali við Vísi, að félagið hafi þurft að aflýsa ferðum til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Vélarnar voru allt að því fullbókaðar og segir Árni því hafi ferðaáætlanir á þriðja hundrað manns raskast.

Árni segir aðgerðir hafnar við að koma til móts við farþega. Þjónustuver flugfélagsins verður opið lengur í kvöld og sms hafa verið send til farþega með nýjustu upplýsingum. Árni segir að reynt verði að koma farþegum sem ekki komast í háloftin í dag í flug sem fyrst.

Árni segist gera ráð fyrir því að settar verði upp aukavélar þegar færi gefst á morgun til þess að greiða úr flækjunni


Tengdar fréttir

Hvass­viðrið setur flug­sam­göngur enn úr skorðum

Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×