Fótbolti

Dagný lék sinn fyrsta leik með Portland í eitt og hálft ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný kom við sögu í öllum þremur leikjum Íslands í Algarve-bikarnum.
Dagný kom við sögu í öllum þremur leikjum Íslands í Algarve-bikarnum. vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Portland Thorns í eitt og hálft ár þegar hún kom inn á sem varamaður í 0-2 sigri liðsins á Orlando Pride í 1. umferð bandarísku kvennadeildarinnar í gær.Dagný kom inn á þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 0-2, Portland í vil.

Dagný lék síðast með Portland í 0-1 sigri á North Carolina Courage 14. október 2017, eða fyrir 18 mánuðum. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra.Landsliðskonan samdi aftur við Portland í janúar. Hún lék með liðinu á árunum 2016-17 og varð bandarískur meistari með því 2017.Dagný lék sinn fyrsta leik síðan í október 2017 þegar hún kom við sögu í markalausu jafntefli við Kanada í Algarve-bikarnum 27. febrúar síðastliðinn. Hún lagði svo upp eitt marka Íslands í 1-4 sigri á Portúgal í Algarve-bikarnum 6. mars.Portland varð bandarískur meistari 2017 en þurfti að gera sér silfrið að góðu í fyrra.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.