Stressaður Henry öskraði á leikmenn Monaco Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 23:30 Henry var aðeins 104 daga við stjórnvölinn hjá Monaco. vísir/getty Aleksandr Golovin, leikmaður Monaco, segir að Thierry Henry hafi verið stressaður og öskrað á leikmenn á meðan hann var knattspyrnustjóri liðsins. Henry tók við Monaco af Leonardo Jardim í október í fyrra. Frakkinn stoppaði þó stutt við í sínu fyrsta stjórastarfi og var horfinn á braut eftir 104 daga. Monaco vann aðeins tvo af tólf deildarleikjum undir stjórn Henrys. „Kannski var hann ekki enn búinn að „drepa“ leikmanninn Henry,“ sagði Golovin um gamla stjórann sinn. „Þegar hlutirnir gengu ekki upp á æfingasvæðinu varð hann stressaður og öskraði mikið. Það var kannski óþarfi.“ Rússneski miðjumaðurinn segir að Henry hafi gengið illa að aðlagast stjórastarfinu og það hafi sést á æfingum. „Hann var frábær leikmaður og þeir einu sem eru nálægt honum í getu hjá Monaco eru [Radamel] Falcao og [Cesc] Fábregas. Hann átti það til að fara inn á æfingavöllinn, sýna okkur hvernig ætti að gera hlutina og öskra. Aðrir stjórar hefðu sýnt stillingu en hann varð strax taugaóstyrkur. Hann öskraði „reynið að ná boltanum af mér.“ Leikmennirnir voru rólegir en þeim var brugðið,“ sagði Golovin um Henry sem var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins áður en hann tók við Monaco. „Stundum varð hann sár og yrti ekki á okkur klukkutímum saman. Það er miklu erfiðara að vera aðalstjórinn með allar heimsins áhyggjur á herðunum en skemmtilegi aðstoðarmaðurinn.“ Jardim tók aftur við Monaco þegar Henry var rekinn og undir hans stjórn hefur liðið rétt úr kútnum. Þegar Henry var sagt upp var Monaco í 19. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Núna eru Monaco-menn í 16. sætinu, sjö stigum frá fallsæti. Fótbolti Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Aleksandr Golovin, leikmaður Monaco, segir að Thierry Henry hafi verið stressaður og öskrað á leikmenn á meðan hann var knattspyrnustjóri liðsins. Henry tók við Monaco af Leonardo Jardim í október í fyrra. Frakkinn stoppaði þó stutt við í sínu fyrsta stjórastarfi og var horfinn á braut eftir 104 daga. Monaco vann aðeins tvo af tólf deildarleikjum undir stjórn Henrys. „Kannski var hann ekki enn búinn að „drepa“ leikmanninn Henry,“ sagði Golovin um gamla stjórann sinn. „Þegar hlutirnir gengu ekki upp á æfingasvæðinu varð hann stressaður og öskraði mikið. Það var kannski óþarfi.“ Rússneski miðjumaðurinn segir að Henry hafi gengið illa að aðlagast stjórastarfinu og það hafi sést á æfingum. „Hann var frábær leikmaður og þeir einu sem eru nálægt honum í getu hjá Monaco eru [Radamel] Falcao og [Cesc] Fábregas. Hann átti það til að fara inn á æfingavöllinn, sýna okkur hvernig ætti að gera hlutina og öskra. Aðrir stjórar hefðu sýnt stillingu en hann varð strax taugaóstyrkur. Hann öskraði „reynið að ná boltanum af mér.“ Leikmennirnir voru rólegir en þeim var brugðið,“ sagði Golovin um Henry sem var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins áður en hann tók við Monaco. „Stundum varð hann sár og yrti ekki á okkur klukkutímum saman. Það er miklu erfiðara að vera aðalstjórinn með allar heimsins áhyggjur á herðunum en skemmtilegi aðstoðarmaðurinn.“ Jardim tók aftur við Monaco þegar Henry var rekinn og undir hans stjórn hefur liðið rétt úr kútnum. Þegar Henry var sagt upp var Monaco í 19. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Núna eru Monaco-menn í 16. sætinu, sjö stigum frá fallsæti.
Fótbolti Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira