Fótbolti

Viðar opnaði markareikninginn fyrir Hammarby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar fagnar marki sínu í landsleiknum gegn Andorra á dögunum.
Viðar fagnar marki sínu í landsleiknum gegn Andorra á dögunum. vísir/gettty

Viðar Örn Kjartansson opnaði markareikning sinn fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í 2-1 tapi gegn Helsingborgs í Íslendingaslag í kvöld.

Mohammed Abubakari kom Helsingborg yfir eftir stundarfjórðung en fjórum mínútum síðar jafnaði Viðar Örn Kjartansson metin með sínu fyrsta marki í Svíþjóð eftir komuna frá Rostov.

Sigurmark Helsingborgs kom hins vegar átta mínútum fyrir leikslok en Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Helsingborgs vegna meiðsla sem er í öðru sætinu. Viðar spilaði allan leikinn fyrir Hammarby sem er með tvö stig eftir þrjá leiki.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn AGF á heimavelli í danska boltanum. SönderjyskE er í þriðja sæti í fjögurra liða riðli í umspili um fall er þrjár umferðir eru eftir af riðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.