Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Hreinsistöðin var formlega opnuð í maí í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að halda henni gangandi sökum mikillar fitu frá matvælavinnslu. Mynd/Veitur Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira