Erlent

Öfgaflokkur ekki með í kappræðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Leiðtogar Vox.
Leiðtogar Vox. Nordicphotos/AFP

Öfgaíhaldsflokknum Vox hefur verið meinað að taka þátt í einu staðfestu sjónvarpskappræðunum fyrir spænsku þingkosningarnar sem fara fram þann 28. apríl. Yfirkjörstjórn á Spáni tilkynnti um bannið í gær og sagði að þátttaka Vox fæli í sér brot á kosningalögum.

Atresmedia, sjónvarpsstöðin sem heldur kappræðurnar, hafði áður tilkynnt um að Vox fengi að taka þátt í kappræðunum. Þótt Atresmedia ætli að hlýða kjörstjórn sagði stöðin í tilkynningu að það væri besta blaðamennskan, og best fyrir kjósendur, að Vox fengi að taka þátt.

Ákvörðun kjörstjórnar grundvallast á því að Vox fékk engin sæti á spænska þinginu í síðustu kosningum og afar lítinn hluta atkvæða.

Samkvæmt könnun sem Demo­scopia Servicios birti í gær er fylgi Vox 12,2 prósent. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.