Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Taívan

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjálftinn hafi riðið yfir um klukkan eitt að staðartíma og hafi hann komið upp á um tíu kílómetra dýpi samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.
Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjálftinn hafi riðið yfir um klukkan eitt að staðartíma og hafi hann komið upp á um tíu kílómetra dýpi samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. vísir/ap

Öflugur jarðskjálfti reið yfir við austurströnd Taívan snemma í morgun. Skjálftinn var af stærðinni sex komma einn og sýna myndir að háhýsi í borginni Taípei sveifluðust til.

Skjálftinn olli samgöngutruflunum og var neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar lokað um stund og þá voru skólar við ströndina rýmdir.

Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjálftinn hafi riðið yfir um klukkan eitt að staðartíma og hafi hann komið upp á um tíu kílómetra dýpi samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.

Borgin Taípei er í um hundrað og fimmtán kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.