Erlent

Skamm­hlaup lík­legasta skýring brunans í Notre-Dame

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn í Notre-Dame kom upp á mánudagskvöld.
Eldurinn í Notre-Dame kom upp á mánudagskvöld. Getty
Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag.Sky segir frá þessu og vísar í talsmann lögreglu. Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í þessu, eina helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar. Þannig féll stór hluti þaksins saman og kirkjuspíran, sem var frá átjándu öll, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar.Talsmaður Parísarlögreglunnar segir að enn hafi ekki fengist „grænt ljós“ til að starfa í dómkirkjunni af öryggisástæðum. Enn sé unnið að því að styrkja stoðir kirkjunnar með viðarplönkum.Dagurinn í dag hefur verið helgaður þeim slökkviliðsmönnum sem börðust við eldinn og tókst að bjarga kirkjunni frá algerri eyðileggingu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sagst munu sæma þá heiðursmerki fyrir dugnað og hugrekki.

Talið tengjast endurbótum

Áður hafði verið talið að eldurinn hafi komið upp í tengslum við endurbætur á kirkjunni, en rannsakendur hafa staðfest að enginn hafi verið eftir á umræddu svæði þegar eldurinn kom upp skömmu fyrir klukkan 19 að staðartíma á mánudagskvöldið.Talsmenn slökkviliðs hafa sagt að kirkjan hafi verið verið milli fimmtán og þrjátíu mínútum frá algerri eyðileggingu.Tekist hefur að safna hundruð milljóna evra til uppbyggingarinnar frá auðjöfrum, en Frakklandsforseti hefur sagt að til standi að endurbyggja dómkirkjuna á fimm árum.


Tengdar fréttir

Stórt og flókið verkefni bíður Frakka

Miklu fé hefur verið heitið til enduruppbyggingar Notre Dame eftir brunann á mánudag. Sérfræðingar frá Páfagarði og arkitektar sem endurreistu Windsor-kastala bjóða aðstoð sína. Þrívíddarskannanir til af kirkjunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.