Enski boltinn

Ekkert kaupæði hjá Newcastle þrátt fyrir hagnað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Benitez veit ekki hvort hann verði áfram í svarthvítu en hann fær allavega ekki að eyða eins og hann vill ákveði hann að vera áfram
Benitez veit ekki hvort hann verði áfram í svarthvítu en hann fær allavega ekki að eyða eins og hann vill ákveði hann að vera áfram vísir/getty
Framkvæmdarstjóri Newcastle ætlar ekki að leyfa neitt kaupæði í sumar þrátt fyrir að félagið hafi skilað hagnaði eftir erfið ár.Newcastle lenti í fjárhagsvandræðum þegar félagið féll úr úrvalsdeildinni vorið 2016. Nú loksins er farið að birta til hjá félaginu, sem er komið aftur í úrvalsdeildina, og skilaði 18 milljóna punda hagnaði á síðasta rekstrarári.Félagið hefur verið frekar rólegt á félagsskiptamarkaðnum, eyddi 15,7 milljónum punda fyrir þetta tímabil sem var aukning um 11,4 milljónir punda frá því árið áður, og varar framkvæmdarstjórinn Lee Charnley við því að félagið muni halda áfram að halda fast í budduna þrátt fyrir að það sé farið að birta til.„Mikil tekjuaukning ásamt góðri fjármálastjórnun hefur skilað sér í því að félagið skilaði hagnaði. Það er hins vegar mikið verk enn fyrir höndum og besta leiðin til þess að halda áfram að bæta okkur er að fjárfesta í ungum leikmönnum og þróun þeirra,“ sagði Charnley.Rafael Benitez hefur gert góða hluti sem knattspyrnustjóri Newcastle og er unnið hörðum höndum að því að tryggja áframahaldandi þjónustu hans, en samningur Spánverjans rennur út í júní.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.