Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um helgina um lengda setu Sisi á valdastóli

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Borðar sem settir hafa verið upp til að hvetja egypska kjósendur til að kjósa með breytingartillögum á stjórnarskrá landsins.
Borðar sem settir hafa verið upp til að hvetja egypska kjósendur til að kjósa með breytingartillögum á stjórnarskrá landsins. Getty/Islam Safwat
Þriggja daga þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram í Egyptalandi frá og með laugardegi þar sem kosið verður um ný stjórnarskrárákvæði sem gætu lengt setu Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, til ársins 2030. Frá þessu er greint á vef Reuters.Breytingarnar myndu einnig styrkja stöðu hersins sem og auka völd forsetans á útnefningu dómara. Þingið sýndi í vikunni yfirgnæfandi stuðning á breytingartillögunum, en 531 atkvæði af 596 féllu breytingartillögunum í vil.Breytingatillögurnar fela í sér að kjörtímabil verði sex ár en ekki fjögur sem og að forseti geti setið lengur en í tvö kjörtímabil. Verði tillögurnar samþykktar mun Sisi geta boðið sig fram fyrir þriðja kjörtímabilið árið 2024.Auk þess verður búin til önnur þingdeild, sem verður þekkt sem Öldungaþingmannaráðið sem myndi hafa 180 þingmenn og af þeim yrðu 2/3 kosnir af almenningi og rest útnefndir af forsetanum.Skyldur hersins aukast með breytingunum og verður hernum skyldugt að verja stjórnarskrána og lýðræðið sem og grundvallargildi landsins og gerð samfélagsins, hagnað fólksins og réttindi og frelsi einstaklinga.Einnig myndu breytingarnar búa til stöðu varaforseta, sem forseti myndi velja. Auk þess myndi forseti fá völd til að velja yfirdómara og opinbera saksóknara, sem hann gæti valið úr hópi sem dómskerfið væri búið að velja.


Tengdar fréttir

Sisi gert kleift að sitja áfram á valdastóli

Með stjórnarskrárbreytingum sem samþykktar voru í dag gæti Sisi setið sem forseti til 2030. Samþykkja þarf breytingarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu innan mánaðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.