Erlent

Gulu vestunum bannað að mótmæla við Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Svo virðist sem að mikill eldur logi.
Svo virðist sem að mikill eldur logi. EPA/ Ian Langsdon

Mótmælendum sem hafa kennt sig við Gulu vestin, verður bannað að athafna sig í nágrenni Notre Dame dómkirkjunnar í París í fyrirhuguðum mótmælum sínum á laugardaginn. Guardian greinir frá.

Innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castaner, varaði við því að mótmæli yrðu mikil í öllum helstu borgum Frakklands, en þá sérstaklega í París. Castaner taldi mögulegt að öfgahópar og aðrir vandræðapésar myndu nota mótmælin sem yfirskin fyrir íkveikjur, þjófnað og önnur skemmdarverk.

5000 lögreglumenn verða á vakt í París á meðan að á mótmælunum stendur og mun lögregla loka fyrir aðgengi að Ile-de-la-Cite, eyjunni hvar Notre Dame stendur.

Mótmælin höfðu verið skipulögð á svæðinu löngu áður en að eldur kviknaði í þaki Notre Dame dómkirkjunnar síðasta mánudag en ljóst er að ekki verður vel tekið í það ef gulu vestin fara á kreik nálægt Maríukirkjunni.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.