Erlent

Hjó af sér fingur með kjötsaxi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Kosningavélarnar sem notast er við á Indlandi.
Kosningavélarnar sem notast er við á Indlandi. Getty/Sanchit Khanna
Maður á Indlandi brá á það örþrifaráð að höggva af sér fingur eftir að hann kaus fyrir vitlausan flokk í þingkosningum á Indlandi.Pawan Kumar ruglaðist á merkjum flokkanna í kosningavélunum sem notaðar voru en hann kaus flokk Narendra Modi í stað mótframboðs hans í Uttar Pradesh ríki Indlands á þriðjudag. Þetta tjáði bróðir Pawans the Guardian.Þrátt fyrir að kosið sé rafrænt eru allir sem búnir eru að kjósa látnir setja blek á vísifingur til að víst sé að þeir kjósi ekki aftur.Pawar, sem er 25 ára gamall, var að kjósa í sínum fyrstu kosningum og að sögn bróður hans var hann gríðarlega spenntur fyrir því, en þegar honum urðu mistök sín ljós var hann í svo miklu uppnámi að hann fór heim til sín og hjó af sér blekaðan fingurinn með kjötsaxi.„Ég vildi kjósa fyrir fílinn en ég kaus blómið,“ sagði Pawar í myndbandi sem hefur verið dreift á veraldarvefnum.Lótusinn er tákn Bharatiya Janata flokks Modi á meðan Bahujan Samaj flokkurinn, sem er hluti af bandalagi sem berst gegn Modi í fylkjunum í norðri, notar fílinn sem merki sitt. Merkin sjálf eru notuð í kosningavélunum.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.