Erlent

Hjó af sér fingur með kjötsaxi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Kosningavélarnar sem notast er við á Indlandi.
Kosningavélarnar sem notast er við á Indlandi. Getty/Sanchit Khanna

Maður á Indlandi brá á það örþrifaráð að höggva af sér fingur eftir að hann kaus fyrir vitlausan flokk í þingkosningum á Indlandi.

Pawan Kumar ruglaðist á merkjum flokkanna í kosningavélunum sem notaðar voru en hann kaus flokk Narendra Modi í stað mótframboðs hans í Uttar Pradesh ríki Indlands á þriðjudag. Þetta tjáði bróðir Pawans the Guardian.

Þrátt fyrir að kosið sé rafrænt eru allir sem búnir eru að kjósa látnir setja blek á vísifingur til að víst sé að þeir kjósi ekki aftur.

Pawar, sem er 25 ára gamall, var að kjósa í sínum fyrstu kosningum og að sögn bróður hans var hann gríðarlega spenntur fyrir því, en þegar honum urðu mistök sín ljós var hann í svo miklu uppnámi að hann fór heim til sín og hjó af sér blekaðan fingurinn með kjötsaxi.

„Ég vildi kjósa fyrir fílinn en ég kaus blómið,“ sagði Pawar í myndbandi sem hefur verið dreift á veraldarvefnum.

Lótusinn er tákn Bharatiya Janata flokks Modi á meðan Bahujan Samaj flokkurinn, sem er hluti af bandalagi sem berst gegn Modi í fylkjunum í norðri, notar fílinn sem merki sitt. Merkin sjálf eru notuð í kosningavélunum.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.