Erlent

Flóttafólk braust í gegnum vegatálma

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Flóttafólk frá Venezúela ferðast yfir á til að komast að landamærum Kólumbíu.
Flóttafólk frá Venezúela ferðast yfir á til að komast að landamærum Kólumbíu. Getty/Manuel Hernandez
Þúsundir flóttamanna frá Venesúela brutust í gegnum vegatálma á landamærum Venesúela og Kólumbíu í dag.

Þetta kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum í Bogatá, sem vöruðu forseta Venesúela, Nicolas Maduro, við því að hann yrði gerður ábyrgur fyrir öllum vandræðum sem gætu komið upp í kjölfarið.  

Maduro lét setja vegatálmana upp í febrúar á brúm sem liggja á milli landanna tveggja, í von um að koma í veg fyrir að Bandaríkin drægju til baka mannúðaraðstoð sína til landsins.

Frá þessu er greint frá á vef Reuters. 

Flóttafólk hefur, eftir að vegatálmunum var komið upp, vaðið Tachira ána til að komast til Cucuta borgar, sem liggur á landamærum Kólumbíu í norðri, til að nálgast matvæli, læknisaðstoð og vinnu. 

Miklar rigningar sem gengið hafa yfir síðustu daga hafa komið í veg fyrir þessa leið flóttafólks yfir til Kólumbíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×