Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 07:28 Soldáninn af Brúnei. Vísir/EPA Dauðarefsing verður lögð við kynlífi samkynhneigðra með gildistöku íslamskra laga í asíska smáríkinu Brúnei í dag. Samkynhneigð var ólögleg í landinu fyrir en breytingin nú hefur vakið fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Hassanal Bolkiah, soldán Brúnei, sagði að leggja þyrfti aukna áherslu á íslömsk lög í ávarpi til þjóðar sinnar í dag. Nýju lögin fjalla einnig um önnur brot. Þannig verður hægt að refsa þjófum með aflimun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögin eiga aðallega að gilda um múslima í landinu sem er um tveir af hverjum þremur landsmönnum. Áður lá tíu ára fangelsi við samkynhneigð í landinu en nú munu lög landsins leyfa að samkynhneigðir séu grýttir til bana. Dauðarefsing verður lögð við fleiri brotum, þar á meðal nauðgunum, framhjáhaldi, ránum og móðgunum við Múhammeð spámann. Brúnei tók upp svonefnd sjaríalög árið 2014 og rekur nú tvöfalt réttarkerfi, annað trúarlegt en hitt veraldlegt. Soldáninn sagði þá að ný hegningarlög tækju gildi á nokkrum árum. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýju lögin séu „grimmúðleg, ómannúðleg og niðurlægjandi“. Þau séu alvarlegt bakslag fyrir vernd mannréttinda. Þá verður þungunarrof refsivert að viðlagðri húðstrýkingu. Brúnei Trúmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Dauðarefsing verður lögð við kynlífi samkynhneigðra með gildistöku íslamskra laga í asíska smáríkinu Brúnei í dag. Samkynhneigð var ólögleg í landinu fyrir en breytingin nú hefur vakið fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Hassanal Bolkiah, soldán Brúnei, sagði að leggja þyrfti aukna áherslu á íslömsk lög í ávarpi til þjóðar sinnar í dag. Nýju lögin fjalla einnig um önnur brot. Þannig verður hægt að refsa þjófum með aflimun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögin eiga aðallega að gilda um múslima í landinu sem er um tveir af hverjum þremur landsmönnum. Áður lá tíu ára fangelsi við samkynhneigð í landinu en nú munu lög landsins leyfa að samkynhneigðir séu grýttir til bana. Dauðarefsing verður lögð við fleiri brotum, þar á meðal nauðgunum, framhjáhaldi, ránum og móðgunum við Múhammeð spámann. Brúnei tók upp svonefnd sjaríalög árið 2014 og rekur nú tvöfalt réttarkerfi, annað trúarlegt en hitt veraldlegt. Soldáninn sagði þá að ný hegningarlög tækju gildi á nokkrum árum. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýju lögin séu „grimmúðleg, ómannúðleg og niðurlægjandi“. Þau séu alvarlegt bakslag fyrir vernd mannréttinda. Þá verður þungunarrof refsivert að viðlagðri húðstrýkingu.
Brúnei Trúmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira