Fótbolti

Balotelli hefði lamið Bonucci

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér reyna menn að stöðva Kean í því að fagna fyrir framan rasistana.
Hér reyna menn að stöðva Kean í því að fagna fyrir framan rasistana. vísir/getty
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari.

Hinn 19 ára gamli liðsfélagi Bonucci, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni allan leikinn og er hann skoraði seinna mark leiksins á 85. mínútu fagnaði hann með því að snúa sér að kynþáttaníðingunum. Það æsti þá bara upp.

Bonucci sagði að Kean hefði átt helmingssök á því sem gerðist. Hann hefði ekki átt að fagna svona. Þá var fjandinn laus. Þúsundir manna hafa drullað yfir Bonucci vegna þessara ummæla hans.





Margir brugðust mjög reiðir við þessum ummælum og ítalski framherjinn Mario Balotelli sagði að Bonucci hefði verið heppinn að hann hefði ekki verið þarna. Hann hefði tekið í lurginn á honum.

Fleiri stjörnum misbauð þetta fornaldarviðhorf Bonucci sem fékk það óþvegið. Raheem Sterling, Yaya Toure, tónlistarfólk og fleiri skömmuðu Bonucci og sögðu honum að skammast sín.

Sólarhring síðar steig Bonucci aftur fram á sjónarsviðið og sagði þetta allt saman vera rangan misskilning. Það hefði verið haft vitlaust eftir honum. Hann sagðist fordæma slíka hegðun. Svolítið seint í rassinn gripið.


Tengdar fréttir

Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum

Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×