Erlent

Fær 4 prósent í Amazon við skilnaðinn

Birgir Olgeirsson skrifar
25 ára hjónabandi ríkustu hjóna heims lokið.
25 ára hjónabandi ríkustu hjóna heims lokið. Vísir/Getty

Jeff Bezos, ríkasti maður heims, hefur náð samkomulagi við eiginkonu sína, MacKenzie Bezos, sem gerir það að verkum að hún fær fjögurra prósenta eignarhlut í fyrirtækinu Amazon þegar þau skilja.

Samkvæmt skilmálum skilnaðarins þarf MacKenzie að afsala atkvæðarétti sínum innan fyrirtækisins til Jeff Bezos í staðinn fyrir eignarhlutinn.

Hún mun einnig gefa eftir eignarhlut í dagblaðið Washington Post og í geimferðafyrirtæki Jeff Bezos sem nefnist Blue Origin.

Amazon er verðmetið á 890 milljarða Bandaríkjadala og nemur því fjögurra prósenta hlutur MacKenzie í fyrirtækinu um 35 milljörðum Bandaríkjadala.

Þau höfðu verið gift í 25 ár og kynntust því áður en Bezos stofnaði Amazon árið 1994. Var MacKenzie á meðal fyrstu starfsmanna fyrirtæksins.

Í dag er Amazon gríðarstór vefverslun en fyrirtækið seldi vörur fyrir 232 milljarða Bandaríkjadala í fyrra.

MacKenzie er fær rithöfundur sem hefur gefið út tvær bækur, The Testing of Luther Albrigt og Traps, en hún nam ritlist hjá Pulitzer-verðlaunahafanum Toni Morrison.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.