Erlent

Veiðiþjófur drepinn af fíl og étinn af ljónum

Andri Eysteinsson skrifar
Fílar í Kruger-þjóðgarðinum
Fílar í Kruger-þjóðgarðinum Getty/Godong
Meintur veiðiþjófur fannst látinn í Kruger-þjóðgarðinum í Suður Afríku. Lík mannsins bar þess merki að ljónahjörð hafi komist í það. Fjölskylda mannsins gerði þjóðgarðsvörðum viðvart eftir að félagar mannsins tjáðu fjölskyldunni að hann hefði látist í Kruger-garðinum. Samkvæmt frétt BBC mun maðurinn hafa látist vegna fíls.

Björgunarsveit var ræst út en átti í fyrstu erfitt með að finna nokkuð, að lokum fundust þó stuttbuxur mannsins nærri höfuðkúpu. Yfirþjóðgarðsvörður vottaði fjölskyldu mannsins samúð sína en minnti á að fara ólöglega, og fótgangandi, í Kruger-garðinn væri langt frá því að vera sniðugt. Mikið sé af hættum og atvik þetta sé merki um það.

Talið er að maðurinn hafi verið á nashyrningsveiðum, með það að markmiði að selja horn nashyrninga til Asíu. Veiðiþjófar hafa lengi herjað á Kruger-garðinn með það að markmiði enda mikil eftirspurn þar eftir nashyrningahornum og fílabeini sökum meints lækningarmáttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×