Vorboðinn óljúfi mættur í Vesturbæinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 17:00 Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira