Vorboðinn óljúfi mættur í Vesturbæinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 17:00 Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira