Boðið upp í lengstu lyftuferð á landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2019 21:00 Boðið upp í hæstu lyftu landsins. Starfsmenn Blönduvirkjunar nota hana til að komast úr stjórnhúsi ofanjarðar niður í stöðvarhússhvelfinguna 234 metrum neðar. Stöð 2/Einar Árnason. Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. Farið var í lengstu lyftuferð landsins í fréttum Stöðvar 2. Lyftuna finnum við í Blönduvirkjun, sem er neðanjarðarstöð. Stöðvarhúsið er djúpt undir yfirborði jarðar en til að komast milli þess og stjórnhúss ofanjarðar hafa starfsmenn lyftu og hún á Íslandsmet; þjónar í raun 64 hæða byggingu. Hæð lyftunnar skýrist af óvenju mikilli fallhæð Blönduvirkjunar, sem er 287 metrar. Þegar Jónas Þór Sigurgeirsson viðhaldsstjóri fór með okkur í lyftuna var ekki laust við að við værum með örlítinn hnút í maganum.Lyftan er tiltölulega lítil en hún er ekki opin almenningi og eingöngu til nota fyrir starfsmenn.Stöð 2/Einar Árnason.Í lyftugöngunum er stigi til að nota ef lyftan skyldi bila, en Jónas tekur fram að nýlega sé búið að endurnýja búnað lyftunnar. Menn hafa reynt sig við að hlaupa upp stigann og segir Jónas að metið sé undir tíu mínútum. Um sömu lyftugöng liggja einnig rafmagnskaplarnir sem flyta 160 megavött frá aflvélum virkjunarinnar inn á spenna ofanjarðar. Lyfta Blönduvirkjunar er 234 metrar á hæð. Það þýðir að hún er meira en fjórfalt hærri en lyftan upp í Hallgrímskirkjuturn, sem fer upp í um 50 metra hæð, en turninn er 74 metra hár með spíru. Hér má sjá lyftuferðina í frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. Farið var í lengstu lyftuferð landsins í fréttum Stöðvar 2. Lyftuna finnum við í Blönduvirkjun, sem er neðanjarðarstöð. Stöðvarhúsið er djúpt undir yfirborði jarðar en til að komast milli þess og stjórnhúss ofanjarðar hafa starfsmenn lyftu og hún á Íslandsmet; þjónar í raun 64 hæða byggingu. Hæð lyftunnar skýrist af óvenju mikilli fallhæð Blönduvirkjunar, sem er 287 metrar. Þegar Jónas Þór Sigurgeirsson viðhaldsstjóri fór með okkur í lyftuna var ekki laust við að við værum með örlítinn hnút í maganum.Lyftan er tiltölulega lítil en hún er ekki opin almenningi og eingöngu til nota fyrir starfsmenn.Stöð 2/Einar Árnason.Í lyftugöngunum er stigi til að nota ef lyftan skyldi bila, en Jónas tekur fram að nýlega sé búið að endurnýja búnað lyftunnar. Menn hafa reynt sig við að hlaupa upp stigann og segir Jónas að metið sé undir tíu mínútum. Um sömu lyftugöng liggja einnig rafmagnskaplarnir sem flyta 160 megavött frá aflvélum virkjunarinnar inn á spenna ofanjarðar. Lyfta Blönduvirkjunar er 234 metrar á hæð. Það þýðir að hún er meira en fjórfalt hærri en lyftan upp í Hallgrímskirkjuturn, sem fer upp í um 50 metra hæð, en turninn er 74 metra hár með spíru. Hér má sjá lyftuferðina í frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45